Rannsóknir
Rannsóknarsvið mín eru: formleg og óformleg menntun (e. extended education), menntastefna, samstarf í skóla- og frístundastarfi, frístundaheimili og æskulýðsrannsóknir. Ég hef birt fjölda fræðigreina og bókarkafla um þau viðfangsefni, ásamt því að vera stjórnvöldum og sveitarfélögum til ráðgjafar um menntamál.
RANNSÓKNARVERKEFNI
Núverandi verkefni
Innleiðing farsældarlaga í þremur sveitarfélögum á Íslandi. Ábyrgðarmaður rannsóknar. Í rannsóknarteyminu eru m.a. Oddný Sturludóttir, doktorsnemi, Guðrún Ragnarsdóttir, prófessor, og Ragný Þóra Guðjohnsen, dósent. Tveggja ára styrkur frá Rannís (desember 2024-2026)
Tilgangur og merking í lífi ungs fólks. Hluti af Íslensku æskulýðsrannsókninni.
Fyrri verkefni
Innleiðing gæðaramma á frístundaheimilum, með Steingerði Kristjánsdóttur, aðjúnkt. Styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands.
Leikur og óformlegt nám í leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöð (2018-2022). Styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands.
Samþætting skóla- og frístundanáms fyrir ung skólabörn (2013-2017). Styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands.
Staða frístundaheimila 6-9 ára barna í Reykjavík (2009-2012). PhD. styrkur styrktur af Eimskipasjóði.
ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF
- Meðritstjóri, International Journal for Research on Extended Education. Budrich Journals, síðan 2023.
- Stofnmeðlimur Global Extended Learning and Youth Development Association árið 2024, https://www.gelyda.org/
- Meðlimur í World Education Research Association IRN- Extended Education frá 2017, nú WERA Task Force on Extended Education.
- Stofnaðili að samstarfsneti NERA (Nordic Education Research Association) um námsumhverfi frístundastarfs, sjá vefsíðu samstarfsnetsins https://neranetwork17.wordpress.com/members/.
- Stofnmeðlimur í vel heppnuðu Nordplus verkefni sem kallaðist „Fritidshem/SFO sem viðbót við skólann“ ásamt samstarfsfólki frá University College Sjælland í Danmörku, Mitt University í Svíþjóð, Mykolas Romeris University í Litháen og Háskóla Íslands.