Um mig
Ég er fædd árið 1971 í Belgíu þar sem foreldrar mínir bjuggu um árabil og stunduðu nám. Við fluttum heim þegar ég var nokkurra mánaða og ég ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík, ásamt tveimur bræðrum mínum. Ég var í Hlíðaskóla og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1991.
Ég varð ung móðir og átti tvær dætur þegar ég hóf háskólanám árið 1992. Síðar eignuðumst ég og maðurinn minn, Róbert H. Haraldsson, þrjú börn saman. Róbert er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og fyrrum kennslustjóri skólans. Við eigum því alls fimm börn og nýlega bættist fyrsta barnabarnið við fjölskylduna.
Við höfum búið bæði í Reykjavík og í Garðabæ, og einnig dvalið um hríð í Danmörku og Bandaríkjunum. Við fluttum fyrir fjórum árum á Kársnesið í Kópavogi og bíðum því spennt eftir Fossvogsbrúnni, sem stytta mun leiðina í Háskóla Íslands!
Mottó mitt er Carpe diem (Gríptu daginn) og ég á ýmis áhugamál, s.s. útivist, hreyfingu, sund, söng, ferðalög, listir og menning í víðasta skilningi.
Starfsferill
Forseti Menntavísindasviðs frá 2018
Dósent í tómstunda- og félagsmálafræði frá 2017
Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði frá 2013
Deildarstjóri barnastarfs við Frístundamiðstöðina Tónabær 2004-2008
Forstöðumaður frístundaheimilisins Laugarsel við Laugarnesskóla 2002- 2004
Margvísleg störf frá unglingsaldri, s.s. barnagæsla og sveitastörf á sumrin.
Ég vann á leikskóla flest sumur með framhaldsskóla.
Menntun
2012 Doktorsgráða í menntavísindum, Háskóli Íslands
2001 MA-gráða í uppeldis- og menntunarfræði, Félagsvísindadeild HÍ
1996 BA-gráða í heimspeki, heimspekideild HÍ